Cross Training
Febrúar verður svona "Cross Training" mánuður hjá mér. Kominn með smá leiða á að synda svona einn þannig að nú lyfti ég 1x-2x í viku, skokka 1x í viku og syndi 1x í viku auk þess að hjóla. Fór einnig í squass á mánudaginn. Planið er að fara í Tennis eða squass 1x í viku.
Synti 1500m síðustu tvo miðvikud. meðan Aðalsteinn var í sundskólanum.
Æfingin í gær var á þessa leið í gær.
300 upph.
4x100fjór
4x100sk
8x50 K+S.
Cheers Raggi.
Fór í líkamsrækt
Þar sem að sundlaugin hefur verið lokuð alla þessa viku og verður lokuð alla næstu viku líka vegna skóla sundmóta, ákvað ég að kaupa mér 20 tíma kort í líkamsrækt (þó svo að ég þurfi að borga helmingi meira en stúdentarnir..). Skokkaði semsagt, réri í róðravél og lyfti nokkur tæki. Verð örugglega geðveigt massaður sko þegar ég kem heim.
Annars bara allt gott að frétta héðan Down Under. Auður og Ásta eru í Sydney og við feðgernir ætlum að fara hitta þær á mogun. Skellum okkur örugglega í sund á leiðinni. Kanski hittum við Thorpeedo en hann er víst allur að komast í form.
Cheers Raggi