GARPARNIR
föstudagur, september 23, 2005
  Bara ein æfing þessa vikuna
Ég verð víst að játa að ég synti bara einu sinni þessa vikuna. Fór 2.2 í morgun. Aðalsteinn var með e-h hósta á mánudaginn þannig að við feðgarnir vorum heima. Ætlaði svo alltaf að fara í "hina laugina" í vikunni en svona er þetta.
Annars fórum við í rosa hjólreiðaferð í gær. Hjóluðum að "Illiwara Lake" en til þess að komast þangað þurftum við hjóla framhjá e-h rosa stálverksmiðju með spúandi eldi uppúr skorsteininum. Mjög heilsusamlegt umhverfi. Manni finst nú álverið vera langt en þetta er margra kílómetra dæmi. Svo ætluðum við að hjóla í næsta bæ og taka strætó heim en á meðan við fengum okkkur að borða komu tvær lestar og svo var ekki von á næstu fyrr en eftir rúman klukkutíma þannig að við enduðum á því að hjóla alla leiðina heim. Sluppum að vísu við stálverksmiðjuna en þá var það bara kotvíoxíð mengun frá umferðinni í staðinn.
Æfingin í morgun:
400upph
6x100 25fætur-25hæ-25vi-25sund
2x250 öfugt fjór,
10x50 skrið @50
200 ról.
Allur að koma til í tækninni maður, helv gott að læra allt í einu að synda svona á gamalsaldri...

 
mánudagur, september 12, 2005
  Synda hjóla synda synda hjóla
Ég er búinn að vera mög duglegur sko en þið.
Það eru greinilega allir hættir að synda nema ég eða þá að fólk er bara hætt að nenna að skoða þessa síðu, uhuuu.
Syndi meiri segja á föstudaginn, hjólaði svo í 45 mín til að fara í atvinnuviðtal og svo 45 mín til baka.
Ég fór á sundkennslu námskeið um helgina, hvernig á að kenna fólki að synda "The Australian way". Þetta var mjög gaman. Mjög gott að fara svona aftur í grunnatriðin. Svo þarf ég að taka CPR og fara í 20klst þjálfun og taka tveggja tíma skriflegt próf og þá get ég farið að kenna sund í Ástralíu..
Tók sjálfan mig í gegn með tækniæfingum í dag (mánud), syndi 2k bara létt.
400 uphitun
4x150 sund-drill-sund
4x200 fjór
200 rólega.

 
föstudagur, september 02, 2005
  Synt á milli brimbretta
Um daginn voru kajakar í helmingnum af lauginni þannig að það var bara hægt að synda á 4 brautum. Í dag var e-h námskeið fyrir brimbretti eða sjóbretti eins og sonur minn kallar það, og því bara 6 brautir til að synda á. Ég neiddist því til að deila brautinni með tveimur öðrum. En ég veit ekki hvort það er lyktin af mér eða hvort að ég taki svona mikið pláss eða hvort það er Suður Afríski stílinn minn, en eftir 10 mín var ég orðinn einn á brautinni.
Annars er ég núna að læra grunnatriðinn í sundþjálfun. Ekki seinna vænna en að læra e-h um sundþjálfun þar sem það eru nú kominn sjö ár síðan ég var yfirþjálfari Ægis..
Æfingin mín var á þessa leið (ekki það að e-h eigi eftir að synda hana)
400 upp
4x150 50 fætur 50 drill 50 sund
4x200 100 fjór 100 sk
4x 50 vaxandi
100 ról
Cheers

 
Jæja þá erum við ÆGIS-garparnir bara farnir að blogga til þess að fá e-h til að æfa með okkur. Þó svo að þið sjáið ykkur ekki fært að koma á æfingar með okkur að þá getið þið synt með okkur annað hvort í anda eða á ykkar eigin tíma og stað. Við erum allavegana að synda...

Hverjir eru að mæta:
Raggi (syndir í Ástralíu)
Hörður (syndir á Íslandi)
Geir (hefur ekki sést lengi ???)
Sigga Vald (syndir í Flórída)

Þú ert Garpur númer:

Wollongong Reykjavík
The WeatherPixie The WeatherPixie


Top 10 afsakanir fyrir að mæta ekki á æfingu
1. Ég fór í vitlausa laug hélt þið væruð í ...
2. Þið eruð búnir að vera synda svo lengi.
3. Tímasetningin hún bara hentar mér ekki.
4. Ég mætti klunnan sex...
5. Ég er ekki enþá búin að kaupa mér froskalappir.
6. Útaf hverju syndið þið ekki í ...laug.!!
7. Vatnið er svo blautt.
8. Ég er alltaf að vinna svo lengi.
9. Bílinn er bilaður.
10. Ég er með kvef.

Eldri skrif
október 2004 / nóvember 2004 / desember 2004 / janúar 2005 / febrúar 2005 / mars 2005 / apríl 2005 / júní 2005 / júlí 2005 / ágúst 2005 / september 2005 / október 2005 / nóvember 2005 / desember 2005 / janúar 2006 / febrúar 2006 / maí 2006 /



Powered by Blogger