Æfingar í Laugardal á Nýju ári
GLEÐILEGT ÁR
Jæja nú eru allir búnir að strengja áramótaheitið og áramótaheitið í ár hlítur að vara að byrja að synda með okkur Herði. Allavegana eru ansi margir búnir að segjast vera á leiðinni. Nú er bara að mæta og hætta að tala um að fara að mæta.
Til þess að koma á móts við ykkur þarna úti að þá ætlum við að færa okkur niður í Laugardalslaug en höldum okkur við tíman 19:00.
Nú ætti að vera nóg af plássi í útilauginni eftir að allar æfingar hafa verið færðar inní nýju innilaugina. Svo er aldrei að vita nema við fáum að nota nýju laugina..