Við erum enþá að synda !!!
Vegna fjölda fyrirspurna og mikils þrýstings frá bloggsamfélaginu hef ég ákveðið að tjá mig aðeins um liðnar æfingar. Hörður er svo biisí að fljúga eða í íbúðarleit að hann gleymir alltaf að skrifa æfingarnar. Ég hef sko mætt á allar æfingar nema núna á mánudaginn síðasta. Fyrsta sinn sem ég klikka á þessu ári. Geiri er búin að vera svona mis duglegur, en er allur að koma til.
Jóhanna hefur mætt á eina æfingu. Til hamingju. Hún missir reyndar af upphituninni sem fram fer í sturtuklefanum karlameginn. Það er nefnilega nauðsynlegur undirbúningur áður en farið er í sund að kjafta í sturtunni í svona 5-10 mín. Auglýsum því hér með eftir kvenmanni til að tefja hana aðeins í sturtunni líka.
Megi vatnagyðjurnar svífa yfir vötnum og vera með ykkur.