Synt á hvorlfi
Hó Hó Hó
Gott að heyra að Sigga sinadráttur er kominn með sundfílinginn aftur og hætt að láta smá drætti stoppa sig við sundiðkun. Ég fór í sundlaugina hér í háskólanum í Wollongong núna áðan. Ástralir eru mjög duglegir að synda og stunda mjög mikið "lap swimming". Sem er samsagt að fara í sund og synda fram og til baka, en ekki fara í pottinn eins og tíðkast á Íslandi.
Byrjaði nú bara rólega með 1000m þar sem maður þarf nú að venjast því að synda svona á hvolfi. (Svo geymdi ég líka froskafótunum). Þannig að þúsund án froskafóta telst nú bara ágætt á minn mælihvarða.
Æfinging var e-h á þessa leið.
400 uphitun
10x50 25drill 25sund
100 rólega
ÓTRÚLEGA FRUMLEG ÆFING......:)
Annars hef ég nú haldið mér í ágætu formi með því að hjóla með strákinn út um allt. Hlaupa á eftir honum á þar sem hann geysist áfram á hlaupahjóli eða nýja batman "dark righter" hjólinu sínu. Aðalsteinn er nú á leiksóla 2x í viku á ég ætla að reyna að synda á meðan hann er það og jafnel lyft. Svo er aldrei að vita að maður selli sér á brimbrettanámskeið þegar fer að vora..
Cheers Raggi