GARPARNIR
föstudagur, júlí 29, 2005
  Synt á hvorlfi
Hó Hó Hó
Gott að heyra að Sigga sinadráttur er kominn með sundfílinginn aftur og hætt að láta smá drætti stoppa sig við sundiðkun. Ég fór í sundlaugina hér í háskólanum í Wollongong núna áðan. Ástralir eru mjög duglegir að synda og stunda mjög mikið "lap swimming". Sem er samsagt að fara í sund og synda fram og til baka, en ekki fara í pottinn eins og tíðkast á Íslandi.
Byrjaði nú bara rólega með 1000m þar sem maður þarf nú að venjast því að synda svona á hvolfi. (Svo geymdi ég líka froskafótunum). Þannig að þúsund án froskafóta telst nú bara ágætt á minn mælihvarða.
Æfinging var e-h á þessa leið.
400 uphitun
10x50 25drill 25sund
100 rólega
ÓTRÚLEGA FRUMLEG ÆFING......:)
Annars hef ég nú haldið mér í ágætu formi með því að hjóla með strákinn út um allt. Hlaupa á eftir honum á þar sem hann geysist áfram á hlaupahjóli eða nýja batman "dark righter" hjólinu sínu. Aðalsteinn er nú á leiksóla 2x í viku á ég ætla að reyna að synda á meðan hann er það og jafnel lyft. Svo er aldrei að vita að maður selli sér á brimbrettanámskeið þegar fer að vora..
Cheers Raggi

 


<< Home
Jæja þá erum við ÆGIS-garparnir bara farnir að blogga til þess að fá e-h til að æfa með okkur. Þó svo að þið sjáið ykkur ekki fært að koma á æfingar með okkur að þá getið þið synt með okkur annað hvort í anda eða á ykkar eigin tíma og stað. Við erum allavegana að synda...

Hverjir eru að mæta:
Raggi (syndir í Ástralíu)
Hörður (syndir á Íslandi)
Geir (hefur ekki sést lengi ???)
Sigga Vald (syndir í Flórída)

Þú ert Garpur númer:

Wollongong Reykjavík
The WeatherPixie The WeatherPixie


Top 10 afsakanir fyrir að mæta ekki á æfingu
1. Ég fór í vitlausa laug hélt þið væruð í ...
2. Þið eruð búnir að vera synda svo lengi.
3. Tímasetningin hún bara hentar mér ekki.
4. Ég mætti klunnan sex...
5. Ég er ekki enþá búin að kaupa mér froskalappir.
6. Útaf hverju syndið þið ekki í ...laug.!!
7. Vatnið er svo blautt.
8. Ég er alltaf að vinna svo lengi.
9. Bílinn er bilaður.
10. Ég er með kvef.

Eldri skrif
október 2004 / nóvember 2004 / desember 2004 / janúar 2005 / febrúar 2005 / mars 2005 / apríl 2005 / júní 2005 / júlí 2005 / ágúst 2005 / september 2005 / október 2005 / nóvember 2005 / desember 2005 / janúar 2006 / febrúar 2006 / maí 2006 /



Powered by Blogger