Allt á fullu við undirbúning Árshátíðar. En eins og lesendur hafa kanski tekið eftir er þessi Garpasíða einmitt að verða eins árs. Í telefni þess ætlum við Hörður að halda árshátíð. Hún mun formlega fara fram í Hunter Walley, vínhéraðinu mikla hér í Ástralíu. Planið er vínsmökkunarleiðangur að hætti "Sideways". Ég hef ákveðið að taka bílaleigubíl og ætla að gera heiðarlega tilraun til að keyra öfugumeginn á veginum. Getur varla verið mikið mál. Er allavegana orðinn vanur að synda í öfugan hring núna. Svo munum við gista í Hunter Walley og filla svo skottið af eðal rauðvíni.
| Wollongong | Reykjavík |
| |
|