Árshátiðarundirbúningur
Allt á fullu við undirbúning Árshátíðar. En eins og lesendur hafa kanski tekið eftir er þessi Garpasíða einmitt að verða eins árs. Í telefni þess ætlum við Hörður að halda árshátíð. Hún mun formlega fara fram í Hunter Walley, vínhéraðinu mikla hér í Ástralíu. Planið er vínsmökkunarleiðangur að hætti "Sideways". Ég hef ákveðið að taka bílaleigubíl og ætla að gera heiðarlega tilraun til að keyra öfugumeginn á veginum. Getur varla verið mikið mál. Er allavegana orðinn vanur að synda í öfugan hring núna. Svo munum við gista í Hunter Walley og filla svo skottið af eðal rauðvíni.
Það eru enþá tvö sæti laus í bílnum ef einhver vill skella sér með.
Svo verða náttúrulega stífar sundæfingar hér en þar sem komið er sumar að þá hef ég ákveðið að æfingar munu fara fram í þessari laug. (sjá mynd 1.1).
Auk þess sem að synt verður í ÓL-2000 sundlauginni og í sundlauginni í Sutherland þar sem að Ian Thorp æfir.
Ég synti tvær æfingar í þessari viku.. 2k hvor. Já og svo fór ég út að hlaupa á sunnudaginn líka maður.. Hörku vika.
Æfingin í dag var svona.
2x400 upphitun sund-drill
2x300 100fjór-50fætur-150sk
2x200 sk ER2
2x100 sk VO2max
100 rólega.
Cheers mate.