GARPARNIR
föstudagur, október 21, 2005
  Árshátiðarundirbúningur
Mynd 1.1 Allt á fullu við undirbúning Árshátíðar. En eins og lesendur hafa kanski tekið eftir er þessi Garpasíða einmitt að verða eins árs. Í telefni þess ætlum við Hörður að halda árshátíð. Hún mun formlega fara fram í Hunter Walley, vínhéraðinu mikla hér í Ástralíu. Planið er vínsmökkunarleiðangur að hætti "Sideways". Ég hef ákveðið að taka bílaleigubíl og ætla að gera heiðarlega tilraun til að keyra öfugumeginn á veginum. Getur varla verið mikið mál. Er allavegana orðinn vanur að synda í öfugan hring núna. Svo munum við gista í Hunter Walley og filla svo skottið af eðal rauðvíni.
Það eru enþá tvö sæti laus í bílnum ef einhver vill skella sér með.
Svo verða náttúrulega stífar sundæfingar hér en þar sem komið er sumar að þá hef ég ákveðið að æfingar munu fara fram í þessari laug. (sjá mynd 1.1).
Auk þess sem að synt verður í ÓL-2000 sundlauginni og í sundlauginni í Sutherland þar sem að Ian Thorp æfir.
Ég synti tvær æfingar í þessari viku.. 2k hvor. Já og svo fór ég út að hlaupa á sunnudaginn líka maður.. Hörku vika.
Æfingin í dag var svona.
2x400 upphitun sund-drill
2x300 100fjór-50fætur-150sk
2x200 sk ER2
2x100 sk VO2max
100 rólega.
Cheers mate.

 


<< Home
Jæja þá erum við ÆGIS-garparnir bara farnir að blogga til þess að fá e-h til að æfa með okkur. Þó svo að þið sjáið ykkur ekki fært að koma á æfingar með okkur að þá getið þið synt með okkur annað hvort í anda eða á ykkar eigin tíma og stað. Við erum allavegana að synda...

Hverjir eru að mæta:
Raggi (syndir í Ástralíu)
Hörður (syndir á Íslandi)
Geir (hefur ekki sést lengi ???)
Sigga Vald (syndir í Flórída)

Þú ert Garpur númer:

Wollongong Reykjavík
The WeatherPixie The WeatherPixie


Top 10 afsakanir fyrir að mæta ekki á æfingu
1. Ég fór í vitlausa laug hélt þið væruð í ...
2. Þið eruð búnir að vera synda svo lengi.
3. Tímasetningin hún bara hentar mér ekki.
4. Ég mætti klunnan sex...
5. Ég er ekki enþá búin að kaupa mér froskalappir.
6. Útaf hverju syndið þið ekki í ...laug.!!
7. Vatnið er svo blautt.
8. Ég er alltaf að vinna svo lengi.
9. Bílinn er bilaður.
10. Ég er með kvef.

Eldri skrif
október 2004 / nóvember 2004 / desember 2004 / janúar 2005 / febrúar 2005 / mars 2005 / apríl 2005 / júní 2005 / júlí 2005 / ágúst 2005 / september 2005 / október 2005 / nóvember 2005 / desember 2005 / janúar 2006 / febrúar 2006 / maí 2006 /



Powered by Blogger