Eins og hinir fjölmörgu aðdáendur síðunnar okkar hafa eflaust tekið eftir að þá hafa blogg-skrif legið niðri sl. tvær vikur. Ástæðan er einfaldlega sú að yfirþjálfari garpahópsins var búinn að plana svo gífurlega strangt prógramm yfir æfingabúðir Harðar í Ástralíu að ekki vannst tími til að blogga. Nú verður reynt að bæta fyrir það.
Tókum svo fjallabaksleið austari til baka til Sydney, villtum aðeins í frumskógarvegakerfi Sydney og brunuðum svo til Wollongong. Auður rak okkur svo á surfnámskeið klukkan tíu um morguninn á laugardagsmorgni. Fengum 30sek. kennslu á ströndinni og svo var okkur bara skellt í öldurnar. Eftir um tvær klukkustundir, fjóra kollhnísa, eitt bretti í hausinn og svona 30 tilraunir tókst okkur báðum að standa upp og brunuðum um öldurnar eins og við hefðum aldrei gert annað. Skoðuðum aðeins hið stórkostlega næturlíf Wollongong borgar um helgina.
Svo var komið að því að skoða aðeins Sydney. Ég þurfti að fara á sundþjálfaranámskeið og Aðalsteinn og Auður sáu þá um að láta Hörð ganga um alla Sydney borg og skoða það merkilegasta. Aðalsteinn og Auður fóru svo til baka til Wollongong meðan við Hröður fórum í sögulega skoðunarferð um pöbbana í Rocks og fengum okkur einn eða tvo bjóra, borðuðum Emú og Krókódíla pizzu. Tókum svo létta æfingu í Ólympíulauginni og kíktum á Bondi Beach.
| Wollongong | Reykjavík |
| |
|