GARPARNIR
Páskafrí...
Nú verður tekið hlé á æfingum fram yfir páska.
Svo er mál með vexti að Hörður er hjá Ömmu Ríku og Raggi var í Augnaðgerð og því komumst við ekki. Geira hefur verið skilað af óvinveittum geimverum en er að flytja og fær því frí. Þeir sem akkurat ætluðu að fara að mæta með okkur "SORRY"...
Æfingin á fimtudaginn var á þessa leið:
200-400m upphitun (sumir mættu svolítið of seint)
6x150m 25fætur 50drill 25fætur 50sund. (Hér fóru sumir í pottinn..)
9x100m skrið bæta hverja þrjá.
100 rólega
CHEERS
Dulafulla Dúóið
Dularfulla dúóið mætti á staðinn. Ég fékk för með Hözza út um allan bæ.
Takk fyrir förin.
Æfingin ver e-h á þessa leið:
400 upphitun
10x50 25-fætur 25-drill-sund
4x250 KILLER prógram {100fjór-100sk-50flug}
100 Rólega
Við erum enþá að synda !!!
Vegna fjölda fyrirspurna og mikils þrýstings frá bloggsamfélaginu hef ég ákveðið að tjá mig aðeins um liðnar æfingar. Hörður er svo biisí að fljúga eða í íbúðarleit að hann gleymir alltaf að skrifa æfingarnar. Ég hef sko mætt á allar æfingar nema núna á mánudaginn síðasta. Fyrsta sinn sem ég klikka á þessu ári. Geiri er búin að vera svona mis duglegur, en er allur að koma til.
Jóhanna hefur mætt á eina æfingu. Til hamingju. Hún missir reyndar af upphituninni sem fram fer í sturtuklefanum karlameginn. Það er nefnilega nauðsynlegur undirbúningur áður en farið er í sund að kjafta í sturtunni í svona 5-10 mín. Auglýsum því hér með eftir kvenmanni til að tefja hana aðeins í sturtunni líka.
Megi vatnagyðjurnar svífa yfir vötnum og vera með ykkur.
Jæja þá erum við ÆGIS-garparnir bara farnir að blogga til þess að fá e-h til að æfa með okkur. Þó svo að þið sjáið ykkur ekki fært að koma á æfingar með okkur að þá getið þið synt með okkur annað hvort í anda eða á ykkar eigin tíma og stað.
Við erum allavegana að synda...