GARPARNIR
Árshátiðarundirbúningur
Allt á fullu við undirbúning Árshátíðar. En eins og lesendur hafa kanski tekið eftir er þessi Garpasíða einmitt að verða eins árs. Í telefni þess ætlum við Hörður að halda árshátíð. Hún mun formlega fara fram í Hunter Walley, vínhéraðinu mikla hér í Ástralíu. Planið er vínsmökkunarleiðangur að hætti "Sideways". Ég hef ákveðið að taka bílaleigubíl og ætla að gera heiðarlega tilraun til að keyra öfugumeginn á veginum. Getur varla verið mikið mál. Er allavegana orðinn vanur að synda í öfugan hring núna. Svo munum við gista í Hunter Walley og filla svo skottið af eðal rauðvíni.
Það eru enþá tvö sæti laus í bílnum ef einhver vill skella sér með.
Svo verða náttúrulega stífar sundæfingar hér en þar sem komið er sumar að þá hef ég ákveðið að æfingar munu fara fram í þessari laug. (sjá mynd 1.1).
Auk þess sem að synt verður í ÓL-2000 sundlauginni og í sundlauginni í Sutherland þar sem að Ian Thorp æfir.
Ég synti tvær æfingar í þessari viku.. 2k hvor. Já og svo fór ég út að hlaupa á sunnudaginn líka maður.. Hörku vika.
Æfingin í dag var svona.
2x400 upphitun sund-drill
2x300 100fjór-50fætur-150sk
2x200 sk ER2
2x100 sk VO2max
100 rólega.
Cheers mate.
Kominn á skrið á ný
Jæja þá er maður kominn á skrið á ný. Synti tvær æfingar í þessari viku. Var e-h slappur á mánudaginn og synti bara 1500 og fór svo heim og ældi eins og Múkki. Smitaðist af ælupest frá stráknum. Allur að hressast.
Já svo vil ég minna á að við Hörður höfum ákveðið að halda Árshátið Garpa-vina-félagsins. Hún verður haldin á pöbbarölti í Sydney í lok október. Þeir sem hafa áhuga á að slást í hópinn vinsamlegast E-mailið á mig eða Hörð.
Æfingin mín var semsagt á þessa leið:
400 upphitun
4x300 100fjór-50fætur-50drill-100sk
8x50 25 hratt - 25 rólega
100 ról.
2.1 k.
Cheers Raggi.
Synti á föstudaginn
Jæja hef ekki bloggað heil-lengi, búinn að vera með kvef og læti og synti ekkert í rúma viku. Skellti mér svo í laugina á föstudaginn og synti 2K. Allur annar í skrokknum síðan. Nú er bara að fara og standa við stóru orðinn og bæta við þriðja deginum..
Annars er svo sem lítið að frétta, bara rok og leiðindi hér en ágætlega heitt 24-6 stiga hiti. Bíðum spennt eftir sumrinu sem hefst víst formlega um mánaðarmótin okt-nóv....
Cheers Raggi.
Jæja þá erum við ÆGIS-garparnir bara farnir að blogga til þess að fá e-h til að æfa með okkur. Þó svo að þið sjáið ykkur ekki fært að koma á æfingar með okkur að þá getið þið synt með okkur annað hvort í anda eða á ykkar eigin tíma og stað.
Við erum allavegana að synda...