GARPARNIR
fimmtudagur, maí 25, 2006
  Loksins Loksins
Stakk mér loksins ofaní og tók einn sprett.
Æfingin var e-h á þessa leið:

200sk+2x50 fætur - 3var í gegn
100hendur+2x50 með spaða - 5x í gegn
100 rólega.

Cheers Raggi.

 
mánudagur, maí 08, 2006
  ÍS SUND
Já það er kominn vetur hér í Ástralíu.
Hitastigið er nú komið undir 20°C á daginn og niður í 4-10°C á næturnar. Svipað og á Íslandi.
Til að halda upp að vetrartímabilið sé byrjað þá fylla Ástralir sundlaugarnar sínar með ísmolum til þess að upplifa alvöru vetrar semmingu. Afhverju datt okkur ekki þetta í hug.
Sundfélagið "Bondi Icebergs Clup" er stofnað 1929 tveimur árum á eftir Sundfélaginu Ægi og er staðsett á Bondi ströndinni sem við Hörður fórum einmitt á þagar hann var hér "Down Under". Við bara vorum vitlausu meginn á ströndinni maður. Þess má geta að þetta sundfélag er einnig eina sundfélagið í heiminum sem er með vínveitingarleyfi....
Annars hef ég nú ekki verið að Synda mikið...En hef verið duglegur að skokka og lyfta..
Heimasíða Bondi Icebergs Club

 
miðvikudagur, febrúar 22, 2006
  Cross Training
Febrúar verður svona "Cross Training" mánuður hjá mér. Kominn með smá leiða á að synda svona einn þannig að nú lyfti ég 1x-2x í viku, skokka 1x í viku og syndi 1x í viku auk þess að hjóla. Fór einnig í squass á mánudaginn. Planið er að fara í Tennis eða squass 1x í viku.
Synti 1500m síðustu tvo miðvikud. meðan Aðalsteinn var í sundskólanum.
Æfingin í gær var á þessa leið í gær.
300 upph.
4x100fjór
4x100sk
8x50 K+S.
Cheers Raggi.

 
föstudagur, febrúar 10, 2006
  Fór í líkamsrækt
Þar sem að sundlaugin hefur verið lokuð alla þessa viku og verður lokuð alla næstu viku líka vegna skóla sundmóta, ákvað ég að kaupa mér 20 tíma kort í líkamsrækt (þó svo að ég þurfi að borga helmingi meira en stúdentarnir..). Skokkaði semsagt, réri í róðravél og lyfti nokkur tæki. Verð örugglega geðveigt massaður sko þegar ég kem heim.
Annars bara allt gott að frétta héðan Down Under. Auður og Ásta eru í Sydney og við feðgernir ætlum að fara hitta þær á mogun. Skellum okkur örugglega í sund á leiðinni. Kanski hittum við Thorpeedo en hann er víst allur að komast í form.
Cheers Raggi

 
föstudagur, janúar 27, 2006
  Enn ein vikan að klárast
Þá er enn ein vikan að klárast, merkilegt hvað þessi tími flígur þó svo að maður sé ekki að gera neitt af viti. Skellti mér aðeins í laugina áðan. Synti nú bara 2,5. Hörður þykist alltaf vera búin að synda en bloggar nú aldrei neitt um það. Ég er nú farinn að halda að hann sé nú bara alveg að komast úr öllu formi dregurinn....
Ég synti allavegana þetta áðan:
2x300 upphitun 100fætur-100drill-100sund
3x200 100fjór-100 sk
6x100 K+S @ 1:45
12x50 25hratt - 25 rólega @1:00
100ról.
Cheers Raggi.

 
mánudagur, janúar 23, 2006
  Synt í sólinni
Loksins er ágætis veður bara í nokkra daga í röð. Eftir að hafa buslað í sjónum alla helgina. Hjólaði ég á morgunæfingu í morgun og svo hingað upp í háskóla og skellti mér í laugina og synti 3K. Farinn að nálgast metið hans Harðar bara og aldrei að vita nema ég fari bara að synda æfingarnar hennar Láru. Lagði nú ekki í það í dag, en æfingin var á þessa leið:
400 upphitun
4x150 50fætur-50drill-50sund
3x{ 6x50 25hratt + 25rólega
3x100 K+S
200 rólega.
Cheers Raggi

 
föstudagur, janúar 20, 2006
  Fimm KM þessa vikuna
Syndi 2.5 km í dag, hér er bara að létta til og hætt að rigna í bili.
Æfingin var á þessa leið:
400 upphitun
3x200 50fætur-50drill-100sund
9x100sk @ 1:40 hélt alla undir 1:25
10x50 @55 Kút og spaða
100 rólega
Cheers Raggi.

 
Jæja þá erum við ÆGIS-garparnir bara farnir að blogga til þess að fá e-h til að æfa með okkur. Þó svo að þið sjáið ykkur ekki fært að koma á æfingar með okkur að þá getið þið synt með okkur annað hvort í anda eða á ykkar eigin tíma og stað. Við erum allavegana að synda...

Hverjir eru að mæta:
Raggi (syndir í Ástralíu)
Hörður (syndir á Íslandi)
Geir (hefur ekki sést lengi ???)
Sigga Vald (syndir í Flórída)

Þú ert Garpur númer:

Wollongong Reykjavík
The WeatherPixie The WeatherPixie


Top 10 afsakanir fyrir að mæta ekki á æfingu
1. Ég fór í vitlausa laug hélt þið væruð í ...
2. Þið eruð búnir að vera synda svo lengi.
3. Tímasetningin hún bara hentar mér ekki.
4. Ég mætti klunnan sex...
5. Ég er ekki enþá búin að kaupa mér froskalappir.
6. Útaf hverju syndið þið ekki í ...laug.!!
7. Vatnið er svo blautt.
8. Ég er alltaf að vinna svo lengi.
9. Bílinn er bilaður.
10. Ég er með kvef.

Eldri skrif
október 2004 / nóvember 2004 / desember 2004 / janúar 2005 / febrúar 2005 / mars 2005 / apríl 2005 / júní 2005 / júlí 2005 / ágúst 2005 / september 2005 / október 2005 / nóvember 2005 / desember 2005 / janúar 2006 / febrúar 2006 / maí 2006 /



Powered by Blogger